Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2025 09:15 Heiti Bandidos letrað á framgafall mótorhjóls. Samtökin eru virk víða um lönd með fjölda undirdeilda. Dönsk stjórnvöld ætla að sýna fram á að um ein skipulögð glæpasamtök sé að ræða. Vísir/Getty Réttarhöld hófust í Kaupmannahöfn í morgun þar sem saksóknarar fara fram á að dómari leysi upp mótorhjólagengið Bandidos. Lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi þess í fyrra. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos. Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos.
Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira