Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 15. janúar 2025 20:46 Arnar Gunnlaugsson er þriðji Skagamaðurinn sem stýrir íslenska karlalandsliðinu á eftir Guðjóni Þórðarsyni og Ríkharði Jónssyni. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann hefur þjálfað Víking frá haustinu 2018. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira