Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 13:37 Flugvél framboðs Trumps í Nuuk. AP/Emil Stach Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. Hún sagði ummæli Trumps þar sem hann neitaði að útiloka það að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi vera sérstaklega hættuleg og að þau gætu valdið gífurlegum skaða á námuvinnslu í Grænlandi, þar sem fjárfestum væri sérstaklega illa Þetta segir ráðherrann í samtali við Financial Times (áskriftarvefur) og en annar heimildarmaður miðilsins segir að forsvarsmenn námufélaga sem hefðu starfsemi á Grænlandi til skoðunar hefðu farið fram á vilyrði fyrir því að leyfi þeirra til námuvinnslu yrðu ekki felld úr gildi, verði Grænland hernumið af Bandaríkjunum. Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Nathanielsen segist ekki telja að Trump ætli sér að gera innrás í Grænland. Þess í stað heyri hún hann segja að nýta eigi náttúruauðlindir Grænlands. „Þar erum við alfarið sammála honum,“ segir hún. Nathanielsen segir einnig að hún telji forsvarsmenn námufélaga í Grænlandi ekki áhyggjufulla. Þess í stað séu þeir ráðvilltir. „Allir eru að bíða með öndina í hálsinum eftir því að sjá hver raunveruleg skilaboðin eru? Hvar endar þetta allt saman?“ Segir skort á fjárfestingu í námuvinnslu Hún segir að yfirráð Kínverja á sviði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu nútímatækja eins og síma, skjáa og sömuleiðis hergagna, séu orðin öllum ljós. Ráðamenn á Vesturlöndum hafi áttað sig á þörfinni á því að finna fleiri leiðir til að verða sér út um þessa málma. Þetta hefur þó ekki skilað sér í auknum fjárfestingum sem þarf til að finna þessa málma og sækja þá í jörðu. Það sagði Nathanielsen vera mikil mistök hjá ráðamönnum á Vesturlöndum. „Ég held að allir séu sofandi og þeir þurfa að vakna.“ Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi, þó meira af þeim finnist iðulega í tilteknu bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Vilja fleiri námur Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Í frétt FT segir að mörg stór námufélög hafi fengið starfsleyfi á Grænlandi en engin umfangsmikil námuvinnsla sé komin í gang og það hafi valdið embættismönnum vonbrigðum. Þá segir miðillinn að hik forsvarsmanna þessara félaga megi að miklu leyti rekja til fjarlægðar Grænlands, skorts á innviðum eins og vegum og þess hve erfitt sé að stunda námuvinnslu allan ársins hring. Grænland Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Hún sagði ummæli Trumps þar sem hann neitaði að útiloka það að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi vera sérstaklega hættuleg og að þau gætu valdið gífurlegum skaða á námuvinnslu í Grænlandi, þar sem fjárfestum væri sérstaklega illa Þetta segir ráðherrann í samtali við Financial Times (áskriftarvefur) og en annar heimildarmaður miðilsins segir að forsvarsmenn námufélaga sem hefðu starfsemi á Grænlandi til skoðunar hefðu farið fram á vilyrði fyrir því að leyfi þeirra til námuvinnslu yrðu ekki felld úr gildi, verði Grænland hernumið af Bandaríkjunum. Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Nathanielsen segist ekki telja að Trump ætli sér að gera innrás í Grænland. Þess í stað heyri hún hann segja að nýta eigi náttúruauðlindir Grænlands. „Þar erum við alfarið sammála honum,“ segir hún. Nathanielsen segir einnig að hún telji forsvarsmenn námufélaga í Grænlandi ekki áhyggjufulla. Þess í stað séu þeir ráðvilltir. „Allir eru að bíða með öndina í hálsinum eftir því að sjá hver raunveruleg skilaboðin eru? Hvar endar þetta allt saman?“ Segir skort á fjárfestingu í námuvinnslu Hún segir að yfirráð Kínverja á sviði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu nútímatækja eins og síma, skjáa og sömuleiðis hergagna, séu orðin öllum ljós. Ráðamenn á Vesturlöndum hafi áttað sig á þörfinni á því að finna fleiri leiðir til að verða sér út um þessa málma. Þetta hefur þó ekki skilað sér í auknum fjárfestingum sem þarf til að finna þessa málma og sækja þá í jörðu. Það sagði Nathanielsen vera mikil mistök hjá ráðamönnum á Vesturlöndum. „Ég held að allir séu sofandi og þeir þurfa að vakna.“ Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi, þó meira af þeim finnist iðulega í tilteknu bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Vilja fleiri námur Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Í frétt FT segir að mörg stór námufélög hafi fengið starfsleyfi á Grænlandi en engin umfangsmikil námuvinnsla sé komin í gang og það hafi valdið embættismönnum vonbrigðum. Þá segir miðillinn að hik forsvarsmanna þessara félaga megi að miklu leyti rekja til fjarlægðar Grænlands, skorts á innviðum eins og vegum og þess hve erfitt sé að stunda námuvinnslu allan ársins hring.
Grænland Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44