„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 09:32 Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. vísir/vilhelm Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira