Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 10:14 New Glenn eldflauginni skotið á loft í fyrsta sinn frá Cape Canaveral í Flórída. AP/John Raoux Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025 Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira