Sagði engum frá nema fjölskyldunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 14:37 Alexandra og Gylfi á góðri stundu á EM árið 2016. Vísir/Getty Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar. Þar ræðir Alexandra á einlægan hátt ófrjósemisbaráttu þeirra hjóna sem eiga tvö börn í dag en þau voru 25 ára þegar þau ákváðu að leita aðstoðar lækna þegar Alexöndru grunaði að ekki væri allt með felldu. „Það var eitthvað gut feeling hjá mér að það væri eitthvað sem þyrfti að athuga. Þarna vorum við mjög ung, rúmlega 25 ára,“ segir Alexandra í þættinum. Þarna hafi komið í ljós að þau þyrftu hjálp. Við tók ferli sem hafi staðið í mörg ár án þess að skila árangri, sem hafi verið ótrúlega erfitt. Sagði engum frá „Sérstaklega ef maður talar ekki um það, því á þeim tíma var ég ekki alveg tilbúin að ræða það. Ég veit ekki hvað olli því, ég held að þetta sé ótrúlega persónubundið hvort að fólk treystir sér yfir höfuð að tala um þetta strax, eða eftir á. Ég dáist að konum sem sýna frá ferlinu og deila þessu, því þetta er þungt persónulega og maður getur verið mjög langt niðri í svona ferli. Bæði ertu með einhverja von sem er alltaf verið að kremja þegar þetta gengur ekki upp og maður er alltaf kominn lengra í hausnum. Svo allt þetta hormónarúss sem fylgir þessu, öll lyfin og allt þetta dót.“ Alexandra segist engum hafa sagt frá hvað hún væri að ganga í gegnum, nema fjölskyldu og sínum nánustu. Undir lokin hafi hún þó verið farin að vilja segja fleirum frá þessu, enda hafi þetta verið orðinn svo stór hluti af hennar lífi. „Og ef bestu vinkonur mínar og fólk sem er náið mér veit þetta ekki, þá þekkir það mig ekki. Þetta var minn veruleiki í svo langan tíma og mér leið oft ótrúlega illa og það var farið að vera erfitt að vera í þessu „leikriti.“ Alexadra segir gríðarlegan létti hafa fylgt því að geta talað um þetta. Þau Gylfi hafi auk þess verið búin að vera svo lengi saman og verið á þeim aldri að fólk hafi komið með allskonar athugasemdir. „Sem ristu svo djúpt þegar þú ert í þessu ferli. Fólk meinar ekkert með því og ég geri mér grein fyrir því að það ætlar enginn að vera leiðinlegur, en fólk áttar sig oft ekki á því.“ Heilsa Frjósemi Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar. Þar ræðir Alexandra á einlægan hátt ófrjósemisbaráttu þeirra hjóna sem eiga tvö börn í dag en þau voru 25 ára þegar þau ákváðu að leita aðstoðar lækna þegar Alexöndru grunaði að ekki væri allt með felldu. „Það var eitthvað gut feeling hjá mér að það væri eitthvað sem þyrfti að athuga. Þarna vorum við mjög ung, rúmlega 25 ára,“ segir Alexandra í þættinum. Þarna hafi komið í ljós að þau þyrftu hjálp. Við tók ferli sem hafi staðið í mörg ár án þess að skila árangri, sem hafi verið ótrúlega erfitt. Sagði engum frá „Sérstaklega ef maður talar ekki um það, því á þeim tíma var ég ekki alveg tilbúin að ræða það. Ég veit ekki hvað olli því, ég held að þetta sé ótrúlega persónubundið hvort að fólk treystir sér yfir höfuð að tala um þetta strax, eða eftir á. Ég dáist að konum sem sýna frá ferlinu og deila þessu, því þetta er þungt persónulega og maður getur verið mjög langt niðri í svona ferli. Bæði ertu með einhverja von sem er alltaf verið að kremja þegar þetta gengur ekki upp og maður er alltaf kominn lengra í hausnum. Svo allt þetta hormónarúss sem fylgir þessu, öll lyfin og allt þetta dót.“ Alexandra segist engum hafa sagt frá hvað hún væri að ganga í gegnum, nema fjölskyldu og sínum nánustu. Undir lokin hafi hún þó verið farin að vilja segja fleirum frá þessu, enda hafi þetta verið orðinn svo stór hluti af hennar lífi. „Og ef bestu vinkonur mínar og fólk sem er náið mér veit þetta ekki, þá þekkir það mig ekki. Þetta var minn veruleiki í svo langan tíma og mér leið oft ótrúlega illa og það var farið að vera erfitt að vera í þessu „leikriti.“ Alexadra segir gríðarlegan létti hafa fylgt því að geta talað um þetta. Þau Gylfi hafi auk þess verið búin að vera svo lengi saman og verið á þeim aldri að fólk hafi komið með allskonar athugasemdir. „Sem ristu svo djúpt þegar þú ert í þessu ferli. Fólk meinar ekkert með því og ég geri mér grein fyrir því að það ætlar enginn að vera leiðinlegur, en fólk áttar sig oft ekki á því.“
Heilsa Frjósemi Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira