Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 16:25 Margir hafa fagnað sigri hersins á sveitum RSF í Wad Madani en hermenn hafa þó verið sakaðir um ýmis ódæði gegn fólki á svæðinu. AP/Marwan Ali Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters. Súdan Hernaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Sjá meira
Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters.
Súdan Hernaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Sjá meira