Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 08:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Samsett mynd Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, væntir mikils af nýjum landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Arnari Gunnlaugssyni. Arnar sé akkúrat það sem sambandið var að leitast eftir í nýjum landsliðsþjálfara. „Bara mjög ánægjulegt. Við erum mjög ánægð með að þetta sé komið í höfn. Við horfum björtum augum fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Akkúrat það sem KSÍ leitaði eftir Hvaða eiginleikum er Arnar gæddur sem gera hann góðan kost í þetta starf? „Ef við horfum á tíma hans hjá Víkingi Reykjavík þá sjáum við hvernig hann hefur tekið utan um leikmannahóp sinn, eldri sem og yngri leikmenn og náð úrslitum. Hvernig hann hefur fengið fólk í lið með sér, bæði stuðningsmenn Víkings sem og aðdáendur aðra. Mér finnst það vera til fyrirmyndar og hann hefur heldur betur náð árangri líka. Hann er akkúrat það sem við vorum að leita eftir.“ Svo býr Arnar að landsliðsferli sem leikmaður, þekkir landsliðsumhverfið. „Það hjálpar alltaf. Er kostur. Hann þekkir það á sama tíma hvernig er að vera inn á vellinum, veit hvernig menn hugsa. Það er allavegana ekki verra fyrir hann að hafa þessa reynslu á bakinu.“ En var Arnar efsti kostur á blaði KSÍ? „Það má orða þetta fyrst þannig að þessir þrír þjálfara sem að við ræddum við höfðu allir eiginleika og kosti sem eru þess eðlis að ég myndi treysta þeim öllum fullkomlega fyrir þessu starfi. Alveg eitt hundrað prósent. Við vorum virkilega heppin, ég og stjórn KSÍ, að hafa náð að tala við svo góða einstaklinga. Þetta æxlaðist þannig að Freyr endaði á því að taka við Brann, frábært fyrir hann og við erum mjög stolt af því líka Íslendingar að við séum með þjálfara í efstu deild Noregs. Hann á svo sannarlega eftir að standa sig vel þar. Arnar er sá kostur sem við völdum í lokin, við ákváðum að ganga til samninga við hann og náðum góðum samningum þar. Við erum mjög sátt við það.“ KSÍ samdi við Arnar en þurfti svo að landa samkomulagi við Víking Reykjavík til þess að losa Arnar undan samningi hans í Fossvoginum. Þær viðræður gengu að sögn Þorvalds ljómandi vel. „Menn eru, eins og alltaf, að reyna semja og komast að samkomulagi. Í lokin náðum við samkomulagi sem við erum sáttir við. Við höldum svo áfram veginn og erum þakklát Víkingum fyrir að leyfa okkur að fá Arnar til liðs við landsliðið. Ég held að þeir séu líka stoltir af því. Arnar hefur gert vel fyrir Víking Reykjavík og við óskum bara félaginu góðs gengis áfram.“ Á hvaða forsendum verður árangur Arnars í starfi svo metinn í framhaldinu? „Við eru náttúrulega í þeim ágæta bransa að við þurfum úrslit. Úrslit breyta öllu. Arnar gerir sér alveg grein fyrir því og hefur gert það hingað til á sínum ferli í fótboltanum. Við þurfum líka að horfa til þess að við erum að búa til lið og liðsheild. Ná fram því besta úr þeim leikmönnum sem standa okkur til boða og gera þá betri. Ég hef trú á því að Arnar geti náð því. Ég vænti mikils af honum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
„Bara mjög ánægjulegt. Við erum mjög ánægð með að þetta sé komið í höfn. Við horfum björtum augum fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Akkúrat það sem KSÍ leitaði eftir Hvaða eiginleikum er Arnar gæddur sem gera hann góðan kost í þetta starf? „Ef við horfum á tíma hans hjá Víkingi Reykjavík þá sjáum við hvernig hann hefur tekið utan um leikmannahóp sinn, eldri sem og yngri leikmenn og náð úrslitum. Hvernig hann hefur fengið fólk í lið með sér, bæði stuðningsmenn Víkings sem og aðdáendur aðra. Mér finnst það vera til fyrirmyndar og hann hefur heldur betur náð árangri líka. Hann er akkúrat það sem við vorum að leita eftir.“ Svo býr Arnar að landsliðsferli sem leikmaður, þekkir landsliðsumhverfið. „Það hjálpar alltaf. Er kostur. Hann þekkir það á sama tíma hvernig er að vera inn á vellinum, veit hvernig menn hugsa. Það er allavegana ekki verra fyrir hann að hafa þessa reynslu á bakinu.“ En var Arnar efsti kostur á blaði KSÍ? „Það má orða þetta fyrst þannig að þessir þrír þjálfara sem að við ræddum við höfðu allir eiginleika og kosti sem eru þess eðlis að ég myndi treysta þeim öllum fullkomlega fyrir þessu starfi. Alveg eitt hundrað prósent. Við vorum virkilega heppin, ég og stjórn KSÍ, að hafa náð að tala við svo góða einstaklinga. Þetta æxlaðist þannig að Freyr endaði á því að taka við Brann, frábært fyrir hann og við erum mjög stolt af því líka Íslendingar að við séum með þjálfara í efstu deild Noregs. Hann á svo sannarlega eftir að standa sig vel þar. Arnar er sá kostur sem við völdum í lokin, við ákváðum að ganga til samninga við hann og náðum góðum samningum þar. Við erum mjög sátt við það.“ KSÍ samdi við Arnar en þurfti svo að landa samkomulagi við Víking Reykjavík til þess að losa Arnar undan samningi hans í Fossvoginum. Þær viðræður gengu að sögn Þorvalds ljómandi vel. „Menn eru, eins og alltaf, að reyna semja og komast að samkomulagi. Í lokin náðum við samkomulagi sem við erum sáttir við. Við höldum svo áfram veginn og erum þakklát Víkingum fyrir að leyfa okkur að fá Arnar til liðs við landsliðið. Ég held að þeir séu líka stoltir af því. Arnar hefur gert vel fyrir Víking Reykjavík og við óskum bara félaginu góðs gengis áfram.“ Á hvaða forsendum verður árangur Arnars í starfi svo metinn í framhaldinu? „Við eru náttúrulega í þeim ágæta bransa að við þurfum úrslit. Úrslit breyta öllu. Arnar gerir sér alveg grein fyrir því og hefur gert það hingað til á sínum ferli í fótboltanum. Við þurfum líka að horfa til þess að við erum að búa til lið og liðsheild. Ná fram því besta úr þeim leikmönnum sem standa okkur til boða og gera þá betri. Ég hef trú á því að Arnar geti náð því. Ég vænti mikils af honum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55
Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19
Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35