Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90.
Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika.
„Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día.

Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi.
„Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi
Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun.
„Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi.
