Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 18:31 Þórður Snær var kjörinn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum en mun formlega segja af sér þingmennsku þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi. Vísir/Einar Þórður Snær Júlíusson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Hann mun formlega taka við stöðunni þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi. Þórður greindi sjálfur frá þessu í færslu á Facebook. Þórður Snær Júlíusson skipaði þriðja sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Þegar tæplega þrjár vikur voru til kosninga voru gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs, sem lýstu unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna, rifjaðar upp í Spursmálum Morgunblaðsins. Þórður Snær hélt úti bloggsíðu sem bar heitið thessarelskur.blogspot.com og skrifaði þar meinfýsna pistla í garð kvenna undir dulnefninu „þýska stálið.“ Nokkrum dögum síðar greindi Þórður frá því að hann hyggðist ekki taka þingsæti yrði hann kjörinn á þing. Hann baðst afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti og kvaðst gera sér grein fyrir því að slík skrif og sjónarmið hafi valdið miklum skaða. Segir af sér þingmennsku í febrúar Í færslu sinni á Facebook kveðst Þórður munu segja af sér þingmennsku við fyrsta tækifæri, sem verður þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi. Þá verði jafnframt formlega taka við stöðu framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar, en hann er þegar byrjaður að starfa sem slíkur. „Ég hlakka mjög til að hjálpa við að breyta samfélaginu til hins betra með öflugri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og frábærum hópi þingmanna.“ Fréttin hefur verið uppfærð Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Alþingi Tengdar fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Fjölmargir hafa tekið til máls í dag á samfélagsmiðlum til að fordæma umdeild skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, eða taka upp hanskann fyrir hann. Heimspekingur segir ekki óeðlilegt að ræða þessi skrif og tekur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, taki áhættu með Þórð á lista. 14. nóvember 2024 18:53 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þórður greindi sjálfur frá þessu í færslu á Facebook. Þórður Snær Júlíusson skipaði þriðja sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Þegar tæplega þrjár vikur voru til kosninga voru gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs, sem lýstu unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna, rifjaðar upp í Spursmálum Morgunblaðsins. Þórður Snær hélt úti bloggsíðu sem bar heitið thessarelskur.blogspot.com og skrifaði þar meinfýsna pistla í garð kvenna undir dulnefninu „þýska stálið.“ Nokkrum dögum síðar greindi Þórður frá því að hann hyggðist ekki taka þingsæti yrði hann kjörinn á þing. Hann baðst afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti og kvaðst gera sér grein fyrir því að slík skrif og sjónarmið hafi valdið miklum skaða. Segir af sér þingmennsku í febrúar Í færslu sinni á Facebook kveðst Þórður munu segja af sér þingmennsku við fyrsta tækifæri, sem verður þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi. Þá verði jafnframt formlega taka við stöðu framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar, en hann er þegar byrjaður að starfa sem slíkur. „Ég hlakka mjög til að hjálpa við að breyta samfélaginu til hins betra með öflugri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og frábærum hópi þingmanna.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Alþingi Tengdar fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Fjölmargir hafa tekið til máls í dag á samfélagsmiðlum til að fordæma umdeild skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, eða taka upp hanskann fyrir hann. Heimspekingur segir ekki óeðlilegt að ræða þessi skrif og tekur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, taki áhættu með Þórð á lista. 14. nóvember 2024 18:53 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Fjölmargir hafa tekið til máls í dag á samfélagsmiðlum til að fordæma umdeild skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, eða taka upp hanskann fyrir hann. Heimspekingur segir ekki óeðlilegt að ræða þessi skrif og tekur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, taki áhættu með Þórð á lista. 14. nóvember 2024 18:53
„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53