Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 12:47 DeAndre Kane og Gedeon Dimoke lenti saman. stöð 2 sport Pavel Ermolinskij og Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eru búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Talsverður hiti var í leik Hattar og Grindavíkur á fimmtudagskvöldið og DeAndre Kane lenti meðal annars nokkrum sinnum í orðaskaki við Hattarmenn. Pavel er orðinn þreyttur á látunum í Grindvíkingum sem unnu leikinn á fimmtudaginn, 63-64. „Þú ferð bara austur, vinnur leikinn, drullar þér upp í rútu og ferð heim. Hver þarf á þessu að halda? Síst Grindavík. Ef það er eitthvað lið sem ætti að fara upp í rútu, spila leik, vinna, drulla sér heim er það Grindavík. Allir þessir stælar þarna, allt þetta kjaftæði, þetta gerir ekkert fyrir mig. Þetta er bara orðið skrítið,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Kane og Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, hlupu á einum tímapunkti inn í leikhlé hjá Hattarmönnum. „Þetta er bara kjánalegt. Vertu bara hógvær. Þú hefur ekki efni á því að vera með einhvern hroka á þessum stað í deildinni. Þeir hefðu átt að haga sér eins og Óli spilaði í leiknum. Harðir, vinna leikinn með baráttu,“ sagði Teitur. „Allir þessir auka stælar. Grindavík hefur bara ekki efni á því,“ bætti Pavel við. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um stælana í Grindavík Teitur sagði að stuðningsmenn Grindavíkur væru meira að segja orðnir pirraðir á stælunum í liðinu. „Ég þekki marga Grindvíkinga. Þeir eiga þessar samræður líka. Þeir horfa á alla þessa leiki. Ég get lofað ykkur að meirihlutinn af Grindvíkingum þolir þetta ekki heldur. Þeir þola þetta ekki. Þeir eru svo þreyttir á þessu. Að sviðsljósið á liðinu skuli alltaf ganga út á eitthvað svona kjaftæði en ekki körfubolta,“ sagði Teitur. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Talsverður hiti var í leik Hattar og Grindavíkur á fimmtudagskvöldið og DeAndre Kane lenti meðal annars nokkrum sinnum í orðaskaki við Hattarmenn. Pavel er orðinn þreyttur á látunum í Grindvíkingum sem unnu leikinn á fimmtudaginn, 63-64. „Þú ferð bara austur, vinnur leikinn, drullar þér upp í rútu og ferð heim. Hver þarf á þessu að halda? Síst Grindavík. Ef það er eitthvað lið sem ætti að fara upp í rútu, spila leik, vinna, drulla sér heim er það Grindavík. Allir þessir stælar þarna, allt þetta kjaftæði, þetta gerir ekkert fyrir mig. Þetta er bara orðið skrítið,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Kane og Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, hlupu á einum tímapunkti inn í leikhlé hjá Hattarmönnum. „Þetta er bara kjánalegt. Vertu bara hógvær. Þú hefur ekki efni á því að vera með einhvern hroka á þessum stað í deildinni. Þeir hefðu átt að haga sér eins og Óli spilaði í leiknum. Harðir, vinna leikinn með baráttu,“ sagði Teitur. „Allir þessir auka stælar. Grindavík hefur bara ekki efni á því,“ bætti Pavel við. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um stælana í Grindavík Teitur sagði að stuðningsmenn Grindavíkur væru meira að segja orðnir pirraðir á stælunum í liðinu. „Ég þekki marga Grindvíkinga. Þeir eiga þessar samræður líka. Þeir horfa á alla þessa leiki. Ég get lofað ykkur að meirihlutinn af Grindvíkingum þolir þetta ekki heldur. Þeir þola þetta ekki. Þeir eru svo þreyttir á þessu. Að sviðsljósið á liðinu skuli alltaf ganga út á eitthvað svona kjaftæði en ekki körfubolta,“ sagði Teitur. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira