Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 18. janúar 2025 12:03 Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun