Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 13:31 Ólafur Stefánsson vandaði sínum gamla þjálfara, Guðmundi Guðmundssyni, ekki kveðjurnar í Handkastinu. vísir/getty/vilhelm Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50. Danski handboltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50.
Danski handboltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira