Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2025 21:07 Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslunnar en hún er hér með lækninum Söru Líf Sigsteinsdóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá íbúum Sveitarfélagsins Voga því ný heilsugæslustöð var að opna í bæjarfélaginu en engin slík stöð hefur verið þar eftir Covid. Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga
Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira