Körfubolti

Njarð­víkingar kláruðu Stólana í lokin

Siggeir Ævarsson skrifar
Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og bauð upp á þrefalda tvennu
Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og bauð upp á þrefalda tvennu Vísir/Diego

Njarðvík er komið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir 

Leikurinn var stál í stál í byrjun og í lokin en heimakonur náðu að byggja upp góða forystu um miðjan leik og voru komnar 15 stigum yfir, 54-39, þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta.

Gestirnir úr Skagafirði voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu muninn í 56-50 fyrir loka leikhlutann. Hann reyndist æsispennandi og náðu Stólarnir að komast yfir í þrígang. Njarðvíkingar voru svo sterkari á lokamínútunum, þar sem staðan breyttist úr 69-68 í 80-73 á rúmum þremur mínútum. 

Njarðvíkingar því komnir í 4-liða úrslit bikarsins, líkt og Þórsarar sem lögðu Hauka fyrr í dag.

Stigahæst Njarðvíkinga var Brittany Dinkins sem hlóð í þrefalda tvennu með 23 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Næst var Hulda María Agnarsdóttir með 15 stig, drjúgan hluta þeirra undir lokin þegar á reyndi.

Hjá Tindastóli var Ilze Jakobsone stigahæst með 20 stig og níu fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×