Fyrri met Baldvins var 7:47,51 sem hann setti árið 2022 en á móti á Englandi í dag hljóp hann 7:45,11. Þetta er eins og áður sagði ekki í fyrsta sinn sem hann bætir Íslandsmet en hann á alls níu Íslandsmet í ýmsum hlaupavegalengdum, innahúss og utan.
Innanhússmet Baldvins
1500 metrar, 3:41,05 - 4. febrúar 2024.
1 míla, 3:59,60 - 14. janúar 2023.
3000 metrar, 7:45,11 - 19. janúar 2025
5000 metrar, 13:58,24 - 24. febrúar 2023.
Utanhússmet Baldvins:
1500 metrar, 3:39,90 - 24. júlí 2024.
3000 metrar, 7:49,68 - 1. júlí 2023.
5000 metrar, 13:20,34 - 30. apríl 2024.
5 km götuhlaup, 13:42,00 - 16. mars 2024.
10 km götuhlaup, 28:51,00 - 22. október 2023.