Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. janúar 2025 07:24 Mikið hefur snjóað á Austfjörðum undanfarið og enn á að bæta í í dag. Landsbjörg Ekkert hefur frést af ofanflóðum á Austfjörðum í nótt þar sem er óvissustig vegna snjóflóðahættu og hættustig á Seyðisfirði og Neskaupsstað. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðahættumati segir að það komi þó ekki í ljós fyrr en í birtingu hvort flóð hafi einhversstaðar fallið á svæðinu. „Spáin hefur gengið eftir og það er heldur að draga úr úrkomunni núna. Samkvæmt spánni á að draga úr úrkomunni fram yfir hádegi og svo kemur annar hríðarbakki inn síðdegis. Þessu slotar ekki fyrr en síðla kvölds, eða í nótt,“ segir Tómas Jóhannesson, sem stóð vaktina á Veðurstofunni í nótt. Hann bætir við að þótt ekkert hafi frést af ofanflóðum í nótt eigi menn allt eins von á því því að einhver flóð hafi fallið á svæðinu. „Það sést bara þegar menn fara að svipast um.“ Sökum veðursins eru flestir vegir á Austfjörðum meira og minna ófærir nú í morgunsárið, þar á meðal Fjarðarheiðin. Varðskipið Freyja kom inn á Seyðisfjörð í gær til öryggis en á annað hundrað íbúar á Seyðisfirði og í Neskaupsstað þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að loknum fundi með Almannavörnum að ekkert ferðaveður verði í dag á svæðinu og því er fólk hvatt til þess að halda sig heima í dag. Veður Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðahættumati segir að það komi þó ekki í ljós fyrr en í birtingu hvort flóð hafi einhversstaðar fallið á svæðinu. „Spáin hefur gengið eftir og það er heldur að draga úr úrkomunni núna. Samkvæmt spánni á að draga úr úrkomunni fram yfir hádegi og svo kemur annar hríðarbakki inn síðdegis. Þessu slotar ekki fyrr en síðla kvölds, eða í nótt,“ segir Tómas Jóhannesson, sem stóð vaktina á Veðurstofunni í nótt. Hann bætir við að þótt ekkert hafi frést af ofanflóðum í nótt eigi menn allt eins von á því því að einhver flóð hafi fallið á svæðinu. „Það sést bara þegar menn fara að svipast um.“ Sökum veðursins eru flestir vegir á Austfjörðum meira og minna ófærir nú í morgunsárið, þar á meðal Fjarðarheiðin. Varðskipið Freyja kom inn á Seyðisfjörð í gær til öryggis en á annað hundrað íbúar á Seyðisfirði og í Neskaupsstað þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að loknum fundi með Almannavörnum að ekkert ferðaveður verði í dag á svæðinu og því er fólk hvatt til þess að halda sig heima í dag.
Veður Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira