Risa endurkoma eftir áratug í dvala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 16:30 Cameron Diaz skein skært á fjólubláum dregli á frumsýningu Back in Action í Berlín. Tristar Media/WireImage Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins. Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins.
Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira