Samþykktu verkfall með yfirburðum Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 13:36 Slökkviliðsmenn virðast vera á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS. Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira