Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. janúar 2025 17:59 Bíllinn var mannlaus þegar Elvar kom að honum. Slökkvilið Múlaþings Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“ Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“
Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira