Innlent

Búast við afléttingu fyrir austan í há­deginu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Austfjörðum en þar hefur fjöldi fólks þurft að gista annars staðar en heima hjá sér sökum snjóflóðahættu. 

Sú hætta virðist nú liðin hjá og nú er beðið eftir því að Almannavarnir aflétti rýmingum í Neskaupstað og á Seyðisfirði.

Við fjöllum um þetta í hádegisfréttum en förum einnig yfir þær tilskipanir sem nýr forseti Bandaríkjanna skrifaði undir á fyrsta degi sínum í embætti.

Einnig greinum við frá nýrri rannsókn sem rennir styrkari stoðum undir þau sannindi að hreyfing dragi úr líkunum á hjartasjúkdómum. 

Í sportpakka dagsins verður glæsileg frammistaða strákanna okkar á HM í handbolta gerð upp og farið yfir næsta leik, sem verður við Egypta á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×