Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 14:32 Slóvenar áttu ekki séns í Viktor Gísla Hallgrímsson í gærkvöld. vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa spilað á ellefu heimsmeistaramótum þá hefur handboltalandslið Slóveníu aldrei skorað eins fá mörk og í gær, gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og íslenska varnarmúrnum. Þetta kemur fram á heimasíðu alþjóða handboltasambandsins. Ísland hélt Slóvenum í aðeins átta mörkum í fyrri hálfleik, og vann leik liðanna að lokum 23-18. Hvoru tveggja er met en Slóvenar höfðu minnst skorað 19 mörk í einum leik á HM, þegar þeir töpuðu 33-19 gegn Frökkum á HM 2007. Slóvenía náði að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks, en engu að síður urðu mörk liðsins bara átján gegn ótrúlegu íslensku liði. Viktor Gísli var að sjálfsögðu valinn maður leiksins en hann varði átján skot í leiknum, þar af eitt víti, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska vörnin fór einnig á kostum, með menn eins og Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson í stórum hlutverkum. Slóvenar voru fyrst með á HM á Íslandi árið 1995 og eru eins og fyrr segir mættir á sitt ellefta heimsmeistaramót, en aldrei hefur þeim gengið eins illa að skora í einum leik. Þeir urðu í 10. sæti á mótinu fyrir tveimur árum, tveimur sætum fyrir ofan Ísland, og náðu sínum besta HM-árangri árið 2017 þegar þeir unnu til bronsverðlauna. Slóvenar urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit á Ólympíuleikunum í ágúst í fyrra, en munu þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í 8-liða úrslitin á HM eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Ætla má að það hjálpi Íslandi ef Slóvenar ná í stig gegn Króatíu og/eða Egyptalandi í milliriðlakeppninni, en tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í 8-liða úrslitin. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þetta kemur fram á heimasíðu alþjóða handboltasambandsins. Ísland hélt Slóvenum í aðeins átta mörkum í fyrri hálfleik, og vann leik liðanna að lokum 23-18. Hvoru tveggja er met en Slóvenar höfðu minnst skorað 19 mörk í einum leik á HM, þegar þeir töpuðu 33-19 gegn Frökkum á HM 2007. Slóvenía náði að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks, en engu að síður urðu mörk liðsins bara átján gegn ótrúlegu íslensku liði. Viktor Gísli var að sjálfsögðu valinn maður leiksins en hann varði átján skot í leiknum, þar af eitt víti, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska vörnin fór einnig á kostum, með menn eins og Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson í stórum hlutverkum. Slóvenar voru fyrst með á HM á Íslandi árið 1995 og eru eins og fyrr segir mættir á sitt ellefta heimsmeistaramót, en aldrei hefur þeim gengið eins illa að skora í einum leik. Þeir urðu í 10. sæti á mótinu fyrir tveimur árum, tveimur sætum fyrir ofan Ísland, og náðu sínum besta HM-árangri árið 2017 þegar þeir unnu til bronsverðlauna. Slóvenar urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit á Ólympíuleikunum í ágúst í fyrra, en munu þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í 8-liða úrslitin á HM eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Ætla má að það hjálpi Íslandi ef Slóvenar ná í stig gegn Króatíu og/eða Egyptalandi í milliriðlakeppninni, en tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í 8-liða úrslitin.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46