Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 18:34 Dagur B. Eggertsson alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024. Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024.
Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira