Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2025 07:03 Kai Havertz í leiknum gegn Manchester United. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sautján ára gamall táningur hefur verið handtekinn vegna þeirra viðbjóðslegu ummæla sem látin voru falla í garð Kai Havertz og eiginkonu hans eftir að leikmaðurinn brenndi af vítaspyrnu í tapi Arsenal gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun. Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun.
Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira