Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 21:53 Linda Fagan yfirmaður bandarísku strandgæslunnar hefur verið látin fjúka. Ríkisstjórn Trumps hyggst reka um þúsund embættismenn sem samrýmast ekki framtíðarsýn þeirra um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær á ný. Getty Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent