Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2025 21:58 Loðnuveiðiskipin Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson við bryggju á Hornafirði í dag. Vinnsluhús Skinneyjar Þinganess fyrir aftan. Sigurjón Andrésson Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um vaxandi spennu sem er að færast loðnuleitina. Sjá mátti siglingaferla skipanna fjögurra sem taka þátt í loðnumælingunum. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Bjarni Einarsson Leitin byrjaði reyndar ekki vel því hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson neyddist um helgina til að liggja í vari undir Grænuhlíð í mynni Ísafjarðardjúps vegna illviðris. Heimaey VE sat sömuleiðis föst inni á Þórshöfn vegna brælu. Siglingarferlar skipanna fjögurra sem taka þátt í loðnuleitinni, eins og þeir voru síðdegis.Sara Rut Fannarsdóttir/Hafrannsóknastofnun Hin tvö leitarskipin tvö, Barði NK og Polar Ammasak, hafa hins vegar verið að leita undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Það sem er sérstaklega spennandi að sjá eru þær lykkjur sem sjást koma á leitarferlana. Þeir sýna hvar skipin hafa séð loðnu og sett út flottrollið til að rannsaka loðnuna betur. Þannig sést að Árni Friðriksson er búinn að finna loðnu norður af Húnaflóa. Einnig að Barði NK og Polar Ammasak eru búin að sjá hana á að minnsta kosti á sjö stöðum á norðaustur- og austurmiðum. Þessar byggðir eiga mest undir loðnuveiðum og vinnsluGrafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar vara þó við því að menn geri sér of miklar vonir á þessu stigi. Leitinni sé ekki lokið og að það verði að bíða eftir niðurstöðu heildarmælingar, sem væntanlega kemur eftir helgi. Annað kort, frá fyrirtækinu Greenfish, sýnir hvar gervigreind spáir fyrir um að loðnugöngur ættu að vera um þetta leyti. Sú mynd stemmir merkilega vel við hvar leitarskipin hafa verið að sjá loðnuna síðustu daga. Hér ættu loðnugöngur að vera núna, samkvæmt korti sem gert er með gervigreind.Greenfish En það er sennilega hvergi meiri spenna en í loðnubyggðunum, sem flestar eru austanlands. Vestmannaeyjar eru þó stærsta loðnuverstöðin en Norðfjörður sú næststærsta. Í frétt Stöðvar 2 má sjá viðtal við Sigurjón Andrésson, bæjarstjóra á Hornafirði: Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds lágu bæði við bryggju á Hornafirði í dag en þau hafa sinnt á loðnuveiðum á undanförnum árum fyrir Skinney-Þinganes, útgerðarfélag Hornfirðinga. Um níu prósent loðnukvótans eru í höndum Hornfirðinga og er allur aflinn unninn í vinnsluhúsum á staðnum. Horft yfir Höfn í Hornafirði í dag.Sigurjón Andrésson Jóna Eðvalds er núna að hálfu komin í eigu Ísfélagsins og verður nýtt sem varaskip. Í staðinn landar Hákon ÞH uppsjávarafla á Hornafirði. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14 Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. 16. desember 2024 22:24 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um vaxandi spennu sem er að færast loðnuleitina. Sjá mátti siglingaferla skipanna fjögurra sem taka þátt í loðnumælingunum. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Bjarni Einarsson Leitin byrjaði reyndar ekki vel því hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson neyddist um helgina til að liggja í vari undir Grænuhlíð í mynni Ísafjarðardjúps vegna illviðris. Heimaey VE sat sömuleiðis föst inni á Þórshöfn vegna brælu. Siglingarferlar skipanna fjögurra sem taka þátt í loðnuleitinni, eins og þeir voru síðdegis.Sara Rut Fannarsdóttir/Hafrannsóknastofnun Hin tvö leitarskipin tvö, Barði NK og Polar Ammasak, hafa hins vegar verið að leita undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Það sem er sérstaklega spennandi að sjá eru þær lykkjur sem sjást koma á leitarferlana. Þeir sýna hvar skipin hafa séð loðnu og sett út flottrollið til að rannsaka loðnuna betur. Þannig sést að Árni Friðriksson er búinn að finna loðnu norður af Húnaflóa. Einnig að Barði NK og Polar Ammasak eru búin að sjá hana á að minnsta kosti á sjö stöðum á norðaustur- og austurmiðum. Þessar byggðir eiga mest undir loðnuveiðum og vinnsluGrafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar vara þó við því að menn geri sér of miklar vonir á þessu stigi. Leitinni sé ekki lokið og að það verði að bíða eftir niðurstöðu heildarmælingar, sem væntanlega kemur eftir helgi. Annað kort, frá fyrirtækinu Greenfish, sýnir hvar gervigreind spáir fyrir um að loðnugöngur ættu að vera um þetta leyti. Sú mynd stemmir merkilega vel við hvar leitarskipin hafa verið að sjá loðnuna síðustu daga. Hér ættu loðnugöngur að vera núna, samkvæmt korti sem gert er með gervigreind.Greenfish En það er sennilega hvergi meiri spenna en í loðnubyggðunum, sem flestar eru austanlands. Vestmannaeyjar eru þó stærsta loðnuverstöðin en Norðfjörður sú næststærsta. Í frétt Stöðvar 2 má sjá viðtal við Sigurjón Andrésson, bæjarstjóra á Hornafirði: Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds lágu bæði við bryggju á Hornafirði í dag en þau hafa sinnt á loðnuveiðum á undanförnum árum fyrir Skinney-Þinganes, útgerðarfélag Hornfirðinga. Um níu prósent loðnukvótans eru í höndum Hornfirðinga og er allur aflinn unninn í vinnsluhúsum á staðnum. Horft yfir Höfn í Hornafirði í dag.Sigurjón Andrésson Jóna Eðvalds er núna að hálfu komin í eigu Ísfélagsins og verður nýtt sem varaskip. Í staðinn landar Hákon ÞH uppsjávarafla á Hornafirði.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14 Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. 16. desember 2024 22:24 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14
Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. 16. desember 2024 22:24