Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. janúar 2025 06:53 Trump hefur verið iðinn síðustu tvo daga og gefið út fjölda umdeildra tilskipana. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur. Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur.
Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent