Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 14:31 Frá írakska þinginu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara. Írak Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara.
Írak Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira