Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 14:31 Frá írakska þinginu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara. Írak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara.
Írak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira