Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2025 22:45 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, heldur stoltur á fyrsta gullinu sem félagið steypti í Nalunaq. Amaroq Eldur Ólafsson, sem stýrir gullleit á Grænlandi, segir fyrirtækið vilja fá Grænlendinga í sem flest störf. Þeir séu harðduglegir og útsjónarsamir, með gott hjarta og yndislegt sé að starfa með þeim. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Ísland í dag. Þar kynnumst við gullævintýri sveitapilts úr Tungunum, sem fyrir áratug keypti gjaldþrota gullnámu á Suður-Grænlandi ásamt samstarfsfélögum. Merkur áfangi náðist nýlega þegar gullvinnslan í Nalunaq tók til starfa og fyrstu gullstangirnar voru steyptar. Þyrlur gegna lykilhlutverki í samgöngum innan Grænlands. Eldur stígur frá borði eftir lendingu í bænum Qaqortoq.KMU Grænlendingar hafa sjaldan upplifað aðra eins athygli heimsfjölmiðla eftir að Donald Trump lýsti áhuga sínum á að komast yfir land þeirra. Það er hins vegar meira en áratugur frá því Eldur Ólafsson hóf samstarf við þessa næstu nágrannaþjóð Íslendinga um námavinnslu. Það var eftir að hann kynntist áhuga Kínverja á landinu. Í viðtali í bænum Qaqortoq segist Eldur hafa notað íslenska hugmyndafræði til að nálgast grænlenska samfélagið. „Það er alveg rétt sem þú segir; að ef það eru Bandaríkjamenn eða Kínverjar, eða hver sem það er sem kemur hingað inn, þá kemur jafnvel oft upp þessi tortryggni. Og við vitum af þessari tortryggni á Íslandi. Við bönnuðum nú stórum aðilum að eiga land á Íslandi,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq-málmleitarfélagsins. Eldur glaður við gullnámuna með nýsteyptan gullklump.Amaroq Mestu hafi skipt að ávinna sér traust og láta verkin tala. „Bara segja sem minnst og gera sem mest og hægt og bítandi leyfa þér að kynnast samfélaginu. Og sýna fram á það að þú ert að gera hlutina á réttan hátt.“ Eldur og samstarfsmenn í Amaroq ákváðu að kaupa sem mesta þjónustu af heimaaðilum og styðja markvisst við samfélagsleg verkefni. „Við ætlum að styðja við allt íþróttastarf. Við erum að styðja við alla aðila sem eru frumkvöðlar hérna, einkaaðilar, í til dæmis því að koma ungu fólki til vinnu.“ Húsið sem Amaroq er að láta gera upp í Qaqortoq.KMU Þannig er félagið að gera upp gamalt virðulegt hús í Qaqortoq til að nýta það í verkefni sem virkja ungt fólk til þátttöku á vinnumarkaði. Eldur viðurkennir að þetta sé af eigingjörnum hvötum, þeir vilji fá heimamenn í sem flest störf, en núna er um helmingur starfsmanna fyrirtækisins Grænlendingar. Um helmingur starfsmanna gullvinnslunnar eru Grænlendingar.KMU En hvernig upplifir hann sjálfur að vinna á Grænlandi og starfa með Grænlendingum? „Yndislegt. Þetta er harðduglegt fólk. Það er útsjónarsamt. Það er með gott hjarta. Hérna í Qaqortoq hef ég verið síðustu þrjú sumur með fjölskyldu minni og börnum. Hérna er manni vel tekið. Og það er bara í alla staði gott að vera hérna,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er fjallað um gullvinnsluna á Grænlandi í þættinum Ísland í dag, sem sjá má hér: Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. 13. janúar 2025 21:44 Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42 Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Ísland í dag. Þar kynnumst við gullævintýri sveitapilts úr Tungunum, sem fyrir áratug keypti gjaldþrota gullnámu á Suður-Grænlandi ásamt samstarfsfélögum. Merkur áfangi náðist nýlega þegar gullvinnslan í Nalunaq tók til starfa og fyrstu gullstangirnar voru steyptar. Þyrlur gegna lykilhlutverki í samgöngum innan Grænlands. Eldur stígur frá borði eftir lendingu í bænum Qaqortoq.KMU Grænlendingar hafa sjaldan upplifað aðra eins athygli heimsfjölmiðla eftir að Donald Trump lýsti áhuga sínum á að komast yfir land þeirra. Það er hins vegar meira en áratugur frá því Eldur Ólafsson hóf samstarf við þessa næstu nágrannaþjóð Íslendinga um námavinnslu. Það var eftir að hann kynntist áhuga Kínverja á landinu. Í viðtali í bænum Qaqortoq segist Eldur hafa notað íslenska hugmyndafræði til að nálgast grænlenska samfélagið. „Það er alveg rétt sem þú segir; að ef það eru Bandaríkjamenn eða Kínverjar, eða hver sem það er sem kemur hingað inn, þá kemur jafnvel oft upp þessi tortryggni. Og við vitum af þessari tortryggni á Íslandi. Við bönnuðum nú stórum aðilum að eiga land á Íslandi,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq-málmleitarfélagsins. Eldur glaður við gullnámuna með nýsteyptan gullklump.Amaroq Mestu hafi skipt að ávinna sér traust og láta verkin tala. „Bara segja sem minnst og gera sem mest og hægt og bítandi leyfa þér að kynnast samfélaginu. Og sýna fram á það að þú ert að gera hlutina á réttan hátt.“ Eldur og samstarfsmenn í Amaroq ákváðu að kaupa sem mesta þjónustu af heimaaðilum og styðja markvisst við samfélagsleg verkefni. „Við ætlum að styðja við allt íþróttastarf. Við erum að styðja við alla aðila sem eru frumkvöðlar hérna, einkaaðilar, í til dæmis því að koma ungu fólki til vinnu.“ Húsið sem Amaroq er að láta gera upp í Qaqortoq.KMU Þannig er félagið að gera upp gamalt virðulegt hús í Qaqortoq til að nýta það í verkefni sem virkja ungt fólk til þátttöku á vinnumarkaði. Eldur viðurkennir að þetta sé af eigingjörnum hvötum, þeir vilji fá heimamenn í sem flest störf, en núna er um helmingur starfsmanna fyrirtækisins Grænlendingar. Um helmingur starfsmanna gullvinnslunnar eru Grænlendingar.KMU En hvernig upplifir hann sjálfur að vinna á Grænlandi og starfa með Grænlendingum? „Yndislegt. Þetta er harðduglegt fólk. Það er útsjónarsamt. Það er með gott hjarta. Hérna í Qaqortoq hef ég verið síðustu þrjú sumur með fjölskyldu minni og börnum. Hérna er manni vel tekið. Og það er bara í alla staði gott að vera hérna,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er fjallað um gullvinnsluna á Grænlandi í þættinum Ísland í dag, sem sjá má hér:
Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. 13. janúar 2025 21:44 Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42 Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. 13. janúar 2025 21:44
Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42
Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21