Innlent

Hælis­leit­endur fá ekki inni í JL eftir allt saman

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að fella úr gildi leyfi til starfsemi í JL húsinu sem átti að hýsa hælisleitendur. 

Við ræðum við forstjóra Vinnumálastofnunar sem segir að úrskurðurinn hafi komið á óvart og að miklir hagsmunir séu í húfi. 

Þá verður rætt við fulltrúa borgarinnar um þá fáliðun sem víða er í leikskólakerfinu í Reykjavík. 

Að auki segjum við frá hugmyndum Trump um hvernig á að stöðva stríðið í Úkraínu og segjum frá átaki sem hefst í geðheilbrigðismálum á Norðurlandi innan tíðar.

Í íþróttapakkanum er frækinn sigur strákanna okkar á Egyptum gerður upp og hitað upp fyrir leikinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×