Sindri grunaður um fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2025 11:58 Sindri Þór Sigríðarson gæti þurft að endurnýja kynni sín við Héraðsdóm Reykjavíkur fari málið á borð lögreglu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu. Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu.
Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35
Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01