Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 13:31 Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun