Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. janúar 2025 14:30 Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun