Í fréttatilkynningu frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í sýslunni segir að sameiginlegur aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins, félagss ungra Sjálfstæðismanna og fulltrúaráðs í Austur-Skaftsfellssýslu hafi verið haldinn fimmtudaginn 16. janúar síðastliðinn.
Undir liðnum önnur mál hafi eftirfarandi ályktun verið samþykkt:
„Aðalfundur Sjálfstæðisfélaganna í Austur- Skaftafellssýslu skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á Landsfundi flokksins 28.feb-2.mars nk.“
Stjórnir endurkjörnar
Þá segir að stjórnir félaganna þriggja hafi verið endurkjörnar. Lovísa Rósa Bjarnadóttir sé formaður fulltrúaráðs og sömuleiðis Sjálfstæðisfélagsins, með henni í stjórn séu Bryndís Björk Hólmarsdóttir gjaldkeri, Tinna Rut Sigurðardóttir ritari, Björgvin Hlíðar Erlendsson og Laufey Guðmundsdóttir meðstjórnendur. Níels Brimar Jónsson sé formaður félags ungra Sjálfstæðismanna.