Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 15:51 Talsvert magn af hvítu dufti fannst í íbúð mannanna. Þessi mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða. Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira