Innlent

Fleiri skora á Guð­rúnu

Árni Sæberg skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir hefur játað því að hafa fengið áskoranir um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. 
Guðrún Hafsteinsdóttir hefur játað því að hafa fengið áskoranir um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins.  Vísir/Vilhelm

Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að Suðurkjördæmi sé næststærsta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. 

Á þessum tíma í sögu flokksins skipti máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameini flokkinn og þori að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar.

„Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu,“ segir í ályktun, sem Einar Þór Guðmundsson, formaður Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar, undirritar fyrir hönd stjórnar.

Fyrr í dag skoruðu sjálfstæðisfélög í Austur-Skaftafellssýslu á Guðrúnu að gefa kost á sér í formannskjörinu.

Þá greindi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að hún myndi ekki gefa kost á sér í neitt forystusæti á landsfundi.


Tengdar fréttir

Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokks á komandi landsfundi. Hún sækist ekki heldur eftir varaformannssætinu áfram.

Ærandi þögn og klukkan tifar

Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×