Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að Suðurkjördæmi sé næststærsta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu.
Á þessum tíma í sögu flokksins skipti máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameini flokkinn og þori að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar.
„Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu,“ segir í ályktun, sem Einar Þór Guðmundsson, formaður Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar, undirritar fyrir hönd stjórnar.
Fyrr í dag skoruðu sjálfstæðisfélög í Austur-Skaftafellssýslu á Guðrúnu að gefa kost á sér í formannskjörinu.
Þá greindi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að hún myndi ekki gefa kost á sér í neitt forystusæti á landsfundi.