Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 16:47 Hildur Georgsdóttir, Gylfi Ólafsson, Björn Ingi Victorsson sem mun gegna embætti formanns hópsins og Oddný Árnadóttir. Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins. Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira