52 ár fyrir Southport-morðin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 18:50 Teiknuð mynd af Axel Rudakubana þar sem hann öskrar yfir dómsalinn. AP/Elizabeth Cook Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi. Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin. Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin.
Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira