Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en þar segir að norska sveitin muni koma til með að nota kerfi Hefring í öllum flota þeirra í Noregi.
„Við erum mjög stolt af samstarfi okkar við Redningsselskapet,“ er haft eftir Karli Birgi Björnssyni, forstjóra Hefring Marine.
Í tilkynningunni kemur fram að snjallsiglingatækni fyrirtækisins, sem er fyrir báta og skip, notist við gervigreind, gögn úr skynjurum og önnur tölvugögn til að mynda til þess að auka öryggi og spara eldsneyti.