Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 16:49 Cody Gakpo fagnar marki gegn Ipswich í dag en hann skoraði tvö. Getty Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag. Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Ipswich að velli, sérstaklega eftir að Dominik Szoboszlai kom liðinu yfir eftir tíu mínútna leik, með skoti af vítateigslínunni. Mohamed Salah bætti svo við marki á 35. mínútu úr þröngu færi, eftir fyrirgjöf frá Gakpo. Gakpo skoraði sjálfur skömmu fyrir hálfleik, þegar hann fylgdi á eftir skoti Szoboszlai eftir frábæra sendingu Ryan Gravenberch. Seinna mark Gakpo kom svo um miðjan seinni hálfleik eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold. Gestirnir rétt náðu að minnka muninn í lokin, með marki Jacob Greaves eftir hornspyrnu nýja mannsins Julio Enciso sem var að koma frá Brighton. Liverpool er nú með 53 stig á toppi úrvalsdeildarinnar, sex stigum á undan Arsenal sem marði sigur á Úlfunum, 1-0. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti. 25. janúar 2025 14:31
Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag. Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Ipswich að velli, sérstaklega eftir að Dominik Szoboszlai kom liðinu yfir eftir tíu mínútna leik, með skoti af vítateigslínunni. Mohamed Salah bætti svo við marki á 35. mínútu úr þröngu færi, eftir fyrirgjöf frá Gakpo. Gakpo skoraði sjálfur skömmu fyrir hálfleik, þegar hann fylgdi á eftir skoti Szoboszlai eftir frábæra sendingu Ryan Gravenberch. Seinna mark Gakpo kom svo um miðjan seinni hálfleik eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold. Gestirnir rétt náðu að minnka muninn í lokin, með marki Jacob Greaves eftir hornspyrnu nýja mannsins Julio Enciso sem var að koma frá Brighton. Liverpool er nú með 53 stig á toppi úrvalsdeildarinnar, sex stigum á undan Arsenal sem marði sigur á Úlfunum, 1-0.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti. 25. janúar 2025 14:31
Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti. 25. janúar 2025 14:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti