Lögregla segir litlu hafa mátt muna að illa færi.
Þá tökum við stöðuna á kennaradeilunni sem virðist enn í algjörum hnút en að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á nýjan leik um mánaðarmótin.
Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar sem segir ekki nægilega meðvitund í samfélaginu um ægivald samfélagsmiðla yfir dagskrárvaldinu í samfélagslegri umræðu.
Í sportinu er það svo leikurinn mikilvægi gegn Króötum á HM í handbolta sem verður í aðalhlutverki.