Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 14:22 Anna Rut Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Finnsson og Anna Sigrún Baldursdóttir. Stjórnarráðið Anna Sigrún Baldursdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Anna Rut muni sinna almennri samhæfingu og Anna Sigrún verði ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum með áherslu á samhæfingu verkefna velferðarþjónustunnar. Þær hafi báðar hafið störf. Sveinbjörn muni vinna að samhæfingu á sviði atvinnustefnu og loftslagsmála og hefji störf á næstu mánuðum. Skrifstofustjóri kvartanasviðs Anna Rut sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hafi frá árinu 2021 starfað hjá umboðsmanni Alþingis, lengst af sem skrifstofustjóri kvartanasviðs. Á árunum 2014 til 2019 hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og leyst tímabundið af sem lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hafi Anna Rut starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu 2020 til 2021 og á skrifstofu rektors Háskóla Íslands 2019 til 2020 auk þess að sitja í úrskurðarnefnd velferðarmála árin 2020 til 2021. Anna Rut hafi undanfarin ár sinnt stundakennslu, meðal annars í stjórnsýslurétti, opinberri stjórnsýslu og starfsmannarétti á grunn- og meistarastigi við lagadeild og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skrifstofustjóri hjá borginni Anna Sigrún sé með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hafi stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún hafi síðustu ár verið skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg en áður hafi hún starfað sem framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður forstjóra, fjármálaráðgjafi og hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Anna Sigrún hafi einnig verið aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 2009 til 2011 og aðstoðarmaður velferðarráðherra 2011 til 2013. Þar áður hafi hún starfað sem hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi og víðar og rekið meðal annars eigið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Orkuverkfræðingur frá Landsvirkjun Sveinbjörn sé með BSc gráður í eðlisfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IMPA vottun í verkefnastjórnun. Hann hafi starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Áður hafi hann sinnt alþjóðlegri viðskiptaþróun og viðskiptagreiningu hjá fyrirtækinu. Í störfum sínum hjá Landsvirkjun hafi hann meðal annars leitt stefnumótun um alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, farið fyrir samningaviðræðum við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnum sem snúa að orkuskiptum í íslensku atvinnulífi. Aðstoðarmenn síðustu ríkisstjórnar, seinna ráðuneytis Bjarna Benediktssonar, voru þær Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Vistaskipti Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Anna Rut muni sinna almennri samhæfingu og Anna Sigrún verði ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum með áherslu á samhæfingu verkefna velferðarþjónustunnar. Þær hafi báðar hafið störf. Sveinbjörn muni vinna að samhæfingu á sviði atvinnustefnu og loftslagsmála og hefji störf á næstu mánuðum. Skrifstofustjóri kvartanasviðs Anna Rut sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hafi frá árinu 2021 starfað hjá umboðsmanni Alþingis, lengst af sem skrifstofustjóri kvartanasviðs. Á árunum 2014 til 2019 hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og leyst tímabundið af sem lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hafi Anna Rut starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu 2020 til 2021 og á skrifstofu rektors Háskóla Íslands 2019 til 2020 auk þess að sitja í úrskurðarnefnd velferðarmála árin 2020 til 2021. Anna Rut hafi undanfarin ár sinnt stundakennslu, meðal annars í stjórnsýslurétti, opinberri stjórnsýslu og starfsmannarétti á grunn- og meistarastigi við lagadeild og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skrifstofustjóri hjá borginni Anna Sigrún sé með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hafi stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún hafi síðustu ár verið skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg en áður hafi hún starfað sem framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður forstjóra, fjármálaráðgjafi og hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Anna Sigrún hafi einnig verið aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 2009 til 2011 og aðstoðarmaður velferðarráðherra 2011 til 2013. Þar áður hafi hún starfað sem hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi og víðar og rekið meðal annars eigið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Orkuverkfræðingur frá Landsvirkjun Sveinbjörn sé með BSc gráður í eðlisfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IMPA vottun í verkefnastjórnun. Hann hafi starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Áður hafi hann sinnt alþjóðlegri viðskiptaþróun og viðskiptagreiningu hjá fyrirtækinu. Í störfum sínum hjá Landsvirkjun hafi hann meðal annars leitt stefnumótun um alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, farið fyrir samningaviðræðum við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnum sem snúa að orkuskiptum í íslensku atvinnulífi. Aðstoðarmenn síðustu ríkisstjórnar, seinna ráðuneytis Bjarna Benediktssonar, voru þær Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Vistaskipti Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira