Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 14:22 Anna Rut Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Finnsson og Anna Sigrún Baldursdóttir. Stjórnarráðið Anna Sigrún Baldursdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Anna Rut muni sinna almennri samhæfingu og Anna Sigrún verði ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum með áherslu á samhæfingu verkefna velferðarþjónustunnar. Þær hafi báðar hafið störf. Sveinbjörn muni vinna að samhæfingu á sviði atvinnustefnu og loftslagsmála og hefji störf á næstu mánuðum. Skrifstofustjóri kvartanasviðs Anna Rut sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hafi frá árinu 2021 starfað hjá umboðsmanni Alþingis, lengst af sem skrifstofustjóri kvartanasviðs. Á árunum 2014 til 2019 hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og leyst tímabundið af sem lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hafi Anna Rut starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu 2020 til 2021 og á skrifstofu rektors Háskóla Íslands 2019 til 2020 auk þess að sitja í úrskurðarnefnd velferðarmála árin 2020 til 2021. Anna Rut hafi undanfarin ár sinnt stundakennslu, meðal annars í stjórnsýslurétti, opinberri stjórnsýslu og starfsmannarétti á grunn- og meistarastigi við lagadeild og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skrifstofustjóri hjá borginni Anna Sigrún sé með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hafi stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún hafi síðustu ár verið skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg en áður hafi hún starfað sem framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður forstjóra, fjármálaráðgjafi og hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Anna Sigrún hafi einnig verið aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 2009 til 2011 og aðstoðarmaður velferðarráðherra 2011 til 2013. Þar áður hafi hún starfað sem hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi og víðar og rekið meðal annars eigið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Orkuverkfræðingur frá Landsvirkjun Sveinbjörn sé með BSc gráður í eðlisfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IMPA vottun í verkefnastjórnun. Hann hafi starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Áður hafi hann sinnt alþjóðlegri viðskiptaþróun og viðskiptagreiningu hjá fyrirtækinu. Í störfum sínum hjá Landsvirkjun hafi hann meðal annars leitt stefnumótun um alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, farið fyrir samningaviðræðum við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnum sem snúa að orkuskiptum í íslensku atvinnulífi. Aðstoðarmenn síðustu ríkisstjórnar, seinna ráðuneytis Bjarna Benediktssonar, voru þær Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Vistaskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Anna Rut muni sinna almennri samhæfingu og Anna Sigrún verði ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum með áherslu á samhæfingu verkefna velferðarþjónustunnar. Þær hafi báðar hafið störf. Sveinbjörn muni vinna að samhæfingu á sviði atvinnustefnu og loftslagsmála og hefji störf á næstu mánuðum. Skrifstofustjóri kvartanasviðs Anna Rut sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hafi frá árinu 2021 starfað hjá umboðsmanni Alþingis, lengst af sem skrifstofustjóri kvartanasviðs. Á árunum 2014 til 2019 hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og leyst tímabundið af sem lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hafi Anna Rut starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu 2020 til 2021 og á skrifstofu rektors Háskóla Íslands 2019 til 2020 auk þess að sitja í úrskurðarnefnd velferðarmála árin 2020 til 2021. Anna Rut hafi undanfarin ár sinnt stundakennslu, meðal annars í stjórnsýslurétti, opinberri stjórnsýslu og starfsmannarétti á grunn- og meistarastigi við lagadeild og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skrifstofustjóri hjá borginni Anna Sigrún sé með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hafi stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún hafi síðustu ár verið skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg en áður hafi hún starfað sem framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður forstjóra, fjármálaráðgjafi og hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Anna Sigrún hafi einnig verið aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 2009 til 2011 og aðstoðarmaður velferðarráðherra 2011 til 2013. Þar áður hafi hún starfað sem hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi og víðar og rekið meðal annars eigið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Orkuverkfræðingur frá Landsvirkjun Sveinbjörn sé með BSc gráður í eðlisfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IMPA vottun í verkefnastjórnun. Hann hafi starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Áður hafi hann sinnt alþjóðlegri viðskiptaþróun og viðskiptagreiningu hjá fyrirtækinu. Í störfum sínum hjá Landsvirkjun hafi hann meðal annars leitt stefnumótun um alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, farið fyrir samningaviðræðum við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnum sem snúa að orkuskiptum í íslensku atvinnulífi. Aðstoðarmenn síðustu ríkisstjórnar, seinna ráðuneytis Bjarna Benediktssonar, voru þær Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Vistaskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira