Á morgun er búist við að það dragi úr vindi og að það muni létta til sunnan heiða. Þá verður áfram dálítil snjókoma eða él fyrir norðan, en úrkomuminna um kvöldið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og él, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 1 til 8 stig.
Á mánudag:
Norðlæg átt 3-10, en norðvestan 10-15 norðaustantil. Skýjað og dálítil él fyrir norðan, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma suðvestantil, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Fremur hæg suðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Ákveðin sunnanátt með talsverðri rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands. Suðvestlægari síðdegis og él.
Á föstudag:
Suðvestlæg átt og él, en þurrt að kalla norðaustantil. Útlit fyrir stífa suðaustlæga átt með rigningu um kvöldið.