Segist ekki muna eftir atburðunum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 14:28 Málið varðar árás sem átti sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. Þetta kemur fram á vef Austurfrétta. Þar er haft eftir manninum að konan hafi verið í skemmu að henda út verkfærunum hans og hún gefið honum fingurinn. Að hans sögn ætti það að geta sést í öryggismyndavélum. Hann hafi svo farið inn í skemmuna og þau rifist, og hún hótað honum að meina honum aðgengi við börn þeirra og ýtt harkalega við honum. Maðurinn sagðist hafa orðið reiður en hann myndi ekki meira. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli eða rúllubaggateini, og reyna að stinga hana í kviðinn og kyrkja með járnkarlinum í október á síðasta ári. Málið varðar í raun fleiri meint brot mannsins sem er líka ákærður fyrir annað brot gegn konunni sem mun hafa átt sér stað þremur dögum áður. Þar er honum gefið að sök að hafa áreitt hana kynferðislega. Maðurinn er einnig grunaður um vopnalagabrot og aðra árás sem beindist að öðrum manni. Samkvæmt Austurfrétt neitar maðurinn einnig sök í þeim málum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi. Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Vopnafjörður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Austurfrétta. Þar er haft eftir manninum að konan hafi verið í skemmu að henda út verkfærunum hans og hún gefið honum fingurinn. Að hans sögn ætti það að geta sést í öryggismyndavélum. Hann hafi svo farið inn í skemmuna og þau rifist, og hún hótað honum að meina honum aðgengi við börn þeirra og ýtt harkalega við honum. Maðurinn sagðist hafa orðið reiður en hann myndi ekki meira. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli eða rúllubaggateini, og reyna að stinga hana í kviðinn og kyrkja með járnkarlinum í október á síðasta ári. Málið varðar í raun fleiri meint brot mannsins sem er líka ákærður fyrir annað brot gegn konunni sem mun hafa átt sér stað þremur dögum áður. Þar er honum gefið að sök að hafa áreitt hana kynferðislega. Maðurinn er einnig grunaður um vopnalagabrot og aðra árás sem beindist að öðrum manni. Samkvæmt Austurfrétt neitar maðurinn einnig sök í þeim málum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi.
Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Vopnafjörður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira