Enginn megi vera krýndur formaður Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 19:03 Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru báðar þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira