Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. janúar 2025 19:38 Það voru fagnaðarfundir í Petah Tikva þegar þyrla Ísraelshers lenti með fjóra gísla sem Hamas slepptu úr haldi í dag. Sömu sögu var að segja í Gasaborg þegar rúmlega 200 föngum Ísraelshers var sleppt úr haldi. AP Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira