Áslaug ætlar í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 12:38 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Síðast var hún háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024. Vísir/Rax Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01