Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2025 21:00 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. Þann 20. febrúar í fyrra gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um meðferð ákæruvalds þegar kemur að nálgunarbanni og brottvísun af heimili. Í þeim fólst að þegar ítrekað væri brotið gegn nálgunarbanni væri rétt að gera kröfu um að sakborningur hafi á sér ökklaband til að unnt sé að fylgjast með ferðum viðkomandi. Starfskonur í Kvennaathvarfinu og skjólstæðingar þeirra fögnuðu þessum fyrirmælum mjög þegar þau voru gefin út fyrir tæpu ári. „Okkur hefur þótt nálgunarbannið vera of máttlaust og ekki brugðist við þegar verið er að brjóta gegn því. Þetta var vissulega það sem við höfðum kallað eftir. Þetta er það sem hefur verið gerst á Norðurlöndunum til dæmis, þau eru nýtt þegar nálgunarbanns er krafist. Í þessum fyrirmælum er reyndar talað um að það beri að nota þegar ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Við erum ekki alveg sáttar með það því þá hugsar maður eftir hverju er verið að bíða? Svo hafa verið vonbrigði að sjá að ekkert hefur gerst í raun og það hefur verið svona úrræðaleysi með það hver tekur að sér þessa framkvæmd,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að búnaðurinn, rafrænt eftirlit og ökklaband, sé ekki til staðar hjá lögreglu og því sé ekki hægt að gera kröfu um ökklaband. Um helmingur kvennanna sem sótti viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins á síðasta ári gerði það vegna fyrrverandi maka. „Það sem við viljum gera er að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi á sínum heimilum og við viljum færa okkur meira í átt að því að tryggja öryggi heima við með því að fjarlægja geranda af heimilinu og tryggja að hann sé ekki að koma inn á heimilið eða nálægt þolendum.“ Rafrænt eftirlit ökklabandsins hefði því mikla þýðingu fyrir þolendur því oft væri um orð gegn orði að ræða þegar brotið er gegn nálgunarbanni. „Við þekkjum bara mjög mörg dæmi um það að gerendur haldi áfram að hrella viðkomandi og viðurlögin virðast vera ansi máttlaust og lítið hægt að gera í raun. Nema eitthvað mjög slæmt gerist og það er ekki eitthvað sem við viljum bíða eftir og þetta er oft spurning um líf eða dauða eins og við erum sannarlega búin að sjá á síðasta ári í þeim kvennamorðum sem hafa orðið.“ Ofbeldi á Vopnafirði Kynbundið ofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. 13. desember 2024 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Þann 20. febrúar í fyrra gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um meðferð ákæruvalds þegar kemur að nálgunarbanni og brottvísun af heimili. Í þeim fólst að þegar ítrekað væri brotið gegn nálgunarbanni væri rétt að gera kröfu um að sakborningur hafi á sér ökklaband til að unnt sé að fylgjast með ferðum viðkomandi. Starfskonur í Kvennaathvarfinu og skjólstæðingar þeirra fögnuðu þessum fyrirmælum mjög þegar þau voru gefin út fyrir tæpu ári. „Okkur hefur þótt nálgunarbannið vera of máttlaust og ekki brugðist við þegar verið er að brjóta gegn því. Þetta var vissulega það sem við höfðum kallað eftir. Þetta er það sem hefur verið gerst á Norðurlöndunum til dæmis, þau eru nýtt þegar nálgunarbanns er krafist. Í þessum fyrirmælum er reyndar talað um að það beri að nota þegar ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Við erum ekki alveg sáttar með það því þá hugsar maður eftir hverju er verið að bíða? Svo hafa verið vonbrigði að sjá að ekkert hefur gerst í raun og það hefur verið svona úrræðaleysi með það hver tekur að sér þessa framkvæmd,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að búnaðurinn, rafrænt eftirlit og ökklaband, sé ekki til staðar hjá lögreglu og því sé ekki hægt að gera kröfu um ökklaband. Um helmingur kvennanna sem sótti viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins á síðasta ári gerði það vegna fyrrverandi maka. „Það sem við viljum gera er að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi á sínum heimilum og við viljum færa okkur meira í átt að því að tryggja öryggi heima við með því að fjarlægja geranda af heimilinu og tryggja að hann sé ekki að koma inn á heimilið eða nálægt þolendum.“ Rafrænt eftirlit ökklabandsins hefði því mikla þýðingu fyrir þolendur því oft væri um orð gegn orði að ræða þegar brotið er gegn nálgunarbanni. „Við þekkjum bara mjög mörg dæmi um það að gerendur haldi áfram að hrella viðkomandi og viðurlögin virðast vera ansi máttlaust og lítið hægt að gera í raun. Nema eitthvað mjög slæmt gerist og það er ekki eitthvað sem við viljum bíða eftir og þetta er oft spurning um líf eða dauða eins og við erum sannarlega búin að sjá á síðasta ári í þeim kvennamorðum sem hafa orðið.“
Ofbeldi á Vopnafirði Kynbundið ofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. 13. desember 2024 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36
Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. 13. desember 2024 21:00