Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 06:30 Sara Piffer þótti efnileg hjólreiðakona og var þegar farinn að safna sigrum á sínum ferli. @SaraPiffer Mikil reiði er á Ítalíu eftir að efnileg hjólakona varð fyrir bíl á æfingu og lést af sárum sínum. Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news) Hjólreiðar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news)
Hjólreiðar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira