Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2025 12:47 Sigurður Ingi Jóhannsson fékk erindi inn á sitt borð í tíð sinni sem fjármálaráðherra sem varða útlánareglur Landsbankans. Vísir Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli. Samkvæmt svörum frá Landsbankanum veitir bankinn almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli. Íbúðarhúsnæði á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli hins vegar yfirleitt skilyrði um íbúðalán hjá bankanum, og þá gæti önnur fjármögnun staðið til boða. Önnur fjármögnun, á borð við sumarhúsa- eða frístundalán, eru yfirleitt á óhagstæðari kjörum. Þá er dreifbýli ekki sérstaklega skilgreint í lánareglum bankans en horft er til þess að „dreifbýli sé andstæða við þéttbýli,“ að því er fram kemur í svari Landsbankans frá því í haust. Hvert tilvik sé engu að síður skoðað og metið en meðal þess sem lagt sé mat á er staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags. Landsbankinn veitir almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli.Vísir/Vilhelm Vakti furðu fjármálaráðherra Ólíkt Landsbankanum, gilda almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, samkvæmt svörum frá Íslandsbanka og Arion banka við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt lánareglum Íslandsbanka er heimilt að veita allt að 70% af fasteignamati í húsnæðislán á eignir í dreifbýli, með möguleika á viðbótarláni í formi útibúaláns upp í allt að 80% af kaupverði eða verðmati. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Sigurður Ingi hugðist ræða málið við stjórnendur Landsbankans en ekki varð af því þar sem boðað var til kosninga.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk málið inn á sitt borð á meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. „Rétt fyrir kosningarnar, eða í kosningabaráttunni, bárust mér erindi sem ég hafði hug á að taka á og spyrja Landsbankann vegna þess að þetta vakti furðu mína, að banki allra landsmanna í eigu þjóðarinnar, túlkaði það svo að íbúðarhús, óháð því hvernig þau væru og metin, að ef þau væru í dreifbýli að þá lánaði bankinn einfaldlega ekki til þeirra, það þótti mér sérkennileg ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi. Hann telur ljóst að um ákveðið byggðamál sé að ræða. „Nú vitum við það auðvitað, að bankarnir stóru þrír, líta á landið talsvert mismunandi augum og því miður er það oft svo að við sem búum úti á landi njótum ekki sambærilegra kjara og þeir sem búa í þéttbýli og hvað þá þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. En þarna finnst mér steininn taka úr, þegar ekki er metið í raun og veru verðmæti húseignarinnar og veðhæfi, heldur bara sagt að þar sem að húsið er í dreifbýli mun Landsbankinn ekki vera tilbúinn að veita lán,“ segir Sigurður Ingi. „Höfuðborgarstimpill“ á ríkisstjórninni Hann hugðist fylgja málinu eftir áður en brast á með kosningum, en vonast nú til að geta tekið málið upp á vettvangi stjórnarandstöðu. „Ég ætlaði nú bara að kalla eftir viðbrögðum frá bankastjórninni og yfirmönnum bankans en þá komu kosningar, þannig að nú vona ég að ég geti haft tækifæri til þess að fylgja því eftir á þingi.“ Hann kveðst hóflega bjartsýnn um það að ný ríkisstjórn aðhafist hvað þetta varðar. „Við munum án efa taka þetta upp á vettvangi stjórnarandstöðu. Ég skal alveg viðurkenna það að það er talsverður höfuðborgarstimpill á ríkisstjórninni og í aðgerðaráætlun hennar í 23. liðum er ekkert sérstaklega jákvætt sem að við sem búum á landsbyggðinni megum búast við. En sjáum til, gefum þeim tækifæri,“ segir Sigurður Ingi. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Landsbankanum veitir bankinn almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli. Íbúðarhúsnæði á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli hins vegar yfirleitt skilyrði um íbúðalán hjá bankanum, og þá gæti önnur fjármögnun staðið til boða. Önnur fjármögnun, á borð við sumarhúsa- eða frístundalán, eru yfirleitt á óhagstæðari kjörum. Þá er dreifbýli ekki sérstaklega skilgreint í lánareglum bankans en horft er til þess að „dreifbýli sé andstæða við þéttbýli,“ að því er fram kemur í svari Landsbankans frá því í haust. Hvert tilvik sé engu að síður skoðað og metið en meðal þess sem lagt sé mat á er staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags. Landsbankinn veitir almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli.Vísir/Vilhelm Vakti furðu fjármálaráðherra Ólíkt Landsbankanum, gilda almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, samkvæmt svörum frá Íslandsbanka og Arion banka við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt lánareglum Íslandsbanka er heimilt að veita allt að 70% af fasteignamati í húsnæðislán á eignir í dreifbýli, með möguleika á viðbótarláni í formi útibúaláns upp í allt að 80% af kaupverði eða verðmati. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Sigurður Ingi hugðist ræða málið við stjórnendur Landsbankans en ekki varð af því þar sem boðað var til kosninga.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk málið inn á sitt borð á meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. „Rétt fyrir kosningarnar, eða í kosningabaráttunni, bárust mér erindi sem ég hafði hug á að taka á og spyrja Landsbankann vegna þess að þetta vakti furðu mína, að banki allra landsmanna í eigu þjóðarinnar, túlkaði það svo að íbúðarhús, óháð því hvernig þau væru og metin, að ef þau væru í dreifbýli að þá lánaði bankinn einfaldlega ekki til þeirra, það þótti mér sérkennileg ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi. Hann telur ljóst að um ákveðið byggðamál sé að ræða. „Nú vitum við það auðvitað, að bankarnir stóru þrír, líta á landið talsvert mismunandi augum og því miður er það oft svo að við sem búum úti á landi njótum ekki sambærilegra kjara og þeir sem búa í þéttbýli og hvað þá þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. En þarna finnst mér steininn taka úr, þegar ekki er metið í raun og veru verðmæti húseignarinnar og veðhæfi, heldur bara sagt að þar sem að húsið er í dreifbýli mun Landsbankinn ekki vera tilbúinn að veita lán,“ segir Sigurður Ingi. „Höfuðborgarstimpill“ á ríkisstjórninni Hann hugðist fylgja málinu eftir áður en brast á með kosningum, en vonast nú til að geta tekið málið upp á vettvangi stjórnarandstöðu. „Ég ætlaði nú bara að kalla eftir viðbrögðum frá bankastjórninni og yfirmönnum bankans en þá komu kosningar, þannig að nú vona ég að ég geti haft tækifæri til þess að fylgja því eftir á þingi.“ Hann kveðst hóflega bjartsýnn um það að ný ríkisstjórn aðhafist hvað þetta varðar. „Við munum án efa taka þetta upp á vettvangi stjórnarandstöðu. Ég skal alveg viðurkenna það að það er talsverður höfuðborgarstimpill á ríkisstjórninni og í aðgerðaráætlun hennar í 23. liðum er ekkert sérstaklega jákvætt sem að við sem búum á landsbyggðinni megum búast við. En sjáum til, gefum þeim tækifæri,“ segir Sigurður Ingi.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira